Hólmar Hólm

Rafrænt siðareglunámskeið 26. apríl 2022

Stjórn Íslandsdeildar ICOM stendur fyrir rafrænu siðareglunámskeiði fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar. Námskeiðið mun fara fram á Zoom þriðjudaginn 26. apríl, kl. 13:00-16:00, en hlekkur verður sendur á skráða þátttakendur þegar nær dregur. Leiðbeinendur eru Inga Jónsdóttir, fyrrverandi safnstjóri Listasafns Árnesinga, og Nathalie Jacqueminet, forvörður. Gjald er 5.000 kr. á mann en námsefnið er
Lesa meira

Málþing: Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði!

Safnaráð, Íslandsdeild ICOM og FÍSOS boða til málþings í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 9. maí kl. 13:00-16:00 undir yfirskriftinni: Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði! Fjallað verður um eftirlit og stöðu varðveislumála safna vítt og breitt um landið – sem og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir – en frummælendur koma úr
Lesa meira

Safnaskilgreiningin: hvar er ferlið statt og hver eru næstu skref?

Íslandsdeild ICOM og Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands efna til vefmálþings um nýju safnaskilgreininguna sem nú stendur yfir hjá ICOM. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, greinir frá ferlinu, þeim fasa sem nú stendur yfir og næstu skrefum. Því næst verða opnar umræður um þær fimm tillögur sem nú hafa verið lagðar fram og
Lesa meira

Aðalfundur og nýkjörin stjórn félagsins

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM var haldinn í Sjóminjasafninu í Reykjavík þann 23. mars 2022. Á fundinum var sinnt venjulegum aðalfundarstörfum skv. 6. gr. laga félagsins: árskýrsla starfsársins 2021 til 2022 var lögð fram og eins endurskoðaðir ársreikningar 2021, auk þess sem starfsáætlun og helstu verkefni ársins 2022 voru kynnt. Á fundinum fór einnig fram kjör nýrrar
Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2022

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn miðvikudaginn 23. mars 2022, kl. 16:00-17:00, í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga Íslandsdeildar ICOM:

Samstöðuyfirlýsing Íslandsdeildar með Úkraínu

Íslandsdeild ICOM tekur heilshugar undir samstöðuyfirlýsingu landsdeilda, fagdeilda og svæðissamtaka Alþjóðaráðsins með kollegum okkar í Úkraínu, auk yfirlýsingar Alþjóðaráðs safna vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem dagsett er þann 24. febrúar 2022. Þá er minnt sérstaklega á ákvæði Haag-samningsins frá 1954, þar sem kveðið er á um vernd menningarverðmæta þegar kemur til vopnaðra átaka. Er
Lesa meira

Umsóknarfrestur framlengdur í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir framlengdan umsóknarfrest í Útgáfu- og ferðasjóð fyrir tímabilið mars til september 2022.  Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna. Félagar, sem hyggjast sækja allsherjarþing ICOM í Prag í ágúst 2022, eru
Lesa meira

Íslensku safnaverðlaunin 2022 – óskað er eftir ábendingum

Íslensku safnaverðlaunin eru viðurkenning sem veitt er annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Það eru FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Íslandsdeild ICOM sem standa að verðlaununum. Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Útgáfu- og ferðasjóði fyrir tímabilið mars til september 2022. Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna. Félagar sem hyggjast sækja allsherjarþing ICOM í Prag í ágúst 2022 eru
Lesa meira

Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM

Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða. Þá hlökkum við til nýs árs og nýrra verkefna með ykkur, nú þegar sól fer hækkandi á himni á ný. Með hátíðarkveðju,Stjórn Íslandsdeildar ICOM Mynd: Árbæjarsafn, birt með leyfi
Lesa meira