FÉLAGSAÐILD

HVERS VEGNA AÐ GERAST FÉLAGI?

Með því að gerast félagi í ICOM verður þú þátttakandi í hinum alþjóðlega safnaheimi og hluti af virku tengslaneti 40.000 safna og safnafólks frá 141 landi. Hvort sem það er í gegnum einstaklings-, stúdenta- eða stofnanaaðild, veitir þátttakan þér aðgang að alþjóðadeildum og sívaxandi vettvangi fyrir skoðanaskipti, vísindalegt samstarf og umræðu um fortíð, nútíð og framtíð safna. Hægt er að fræðast nánar um ICOM á alþjóðlegri heimasíðu félagsins.

HVER ER ÁVINNINGURINN?

  • Aðildarkort sem veitir afslátt og aðgang að söfnum á heimsvísu.
  • Aðgangur að ráðstefnum ICOM og afsláttur af öðrum ráðstefnum sem haldnar eru í samstarfi við ICOM.
  • Jafningjafræðsla, sí- og endurmenntun á vegum ICOM.
  • Faglegar útgáfur og önnur sérfræðigögn.

HVERJIR GETA GENGIÐ Í FÉLAGIÐ?

  • Faglegir núverandi starfsmenn safna og þeir sem eru komnir á eftirlaun.
  • Sérfræðingar á sviði safnastarfs.
  • Þeir sem fást við kaup og sölu á menningarverðmætum í hagnaðarskyni, þar með talin listaverk, náttúru- og vísindasýni, geta ekki gerst aðilar að ICOM.
  • Stúdentar sem eru skráðir í nám á sviði safna.
  • Stofnanir geta sótt um aðild ef þær uppfylla siðareglur ICOM.

HVERNIG Á AÐ SÆKJA UM AÐILD?

  • Til að sækja um aðild skal byrja á að fylla út rafræna umsókn á alþjóðlegri heimasíðu félagsins.
  • Stjórn Íslandsdeildar fjallar um umsóknina og sendir tilkynningu um samþykktar umsóknir áfram til höfuðstöðvanna í París.
  • Greiðsluseðill vegna félagsgjalda er sendur til umsækjanda.
  • Umsækjandi greiðir félagsgjöld og fær í kjölfarið félagskort (sem veitir m.a. aðgang að söfnum um allan heim og ráðstefnum á vegum félagsins), rétt til að sækja um styrki á vegum félagsins, auk fréttabréfs ICOM.
  • Stjórn Íslandsdeildar sendir félagskort með ICOM-aðildarnúmeri til nýskráðs félaga um leið og þau berast frá höfuðstöðvunum í París.
  • Þegar árlegt félagsgjald hefur verið greidd er límmiði með ártali sendur sendur nýjum félaga til staðfestingar um greiðslu og gilda aðild að félaginu.
  • Félagsaðild gildir í eitt ár en miðað er við almanaksár.
  • Límmiðar með uppfærðu ártali eru sendir út ár hvert eftir að greiðsla árlegra félagsgjalda hefur borist Íslandsdeild ICOM.


TEGUNDIR AÐILDAR OG FÉLAGSGJÖLD

Hægt er að sækja um þrenns konar félagsaðild: einstaklings-, stúdenta- og stofnanaaðild. Félagsgjald er ákvarðað af framkvæmdastjórn ICOM fyrir hverja þá tegund aðildar sem félögum standa til boða. Félagsgjald er staðfest á aðalfundi ár hvert.

Einstaklingsaðild

11.500 kr.

Stúdentaaðild

5.500 kr.

Stofnanaaðild

Sendið fyrirspurn á icom@icom.is