ÍSLANDSDEILD
ICOM

Íslandsdeild ICOM var stofnuð árið 1985 með það að markmiði að efla faglegt safnastarf á Íslandi.

Faglegt starf í þágu safna
og samfélags

ICOM stendur fyrir International Council of Museums eða Alþjóðaráð safna. Það er samstarfsvettvangur safna og fagfólks safna, sem vinnur að því að varðveita, viðhalda og miðla til alþjóðasamfélagsins náttúru- og menningararfleið heimsins, huglægri sem hlutlægri, í samtíð sem framtíð. ICOM eru frjáls félagasamtök sem hafa komið á fót faglegum viðmiðum og siðareglum fyrir safnastarfsemi, stuðlað að þjálfun og þekkingarsköpun, tekið á málefnum og aukið menningarvitund almennings í gegnum alþjóðlegt tengslanet og samstarf.

Íslandsdeild ICOM var stofnuð árið 1985 með það að markmiði að efla faglegt safnastarf á Íslandi og auka samskipti fagfólks safna hér á landi við starfsfélaga víða um heim. Þáttur í þeirri viðleitni er útgáfa siðareglna ICOM á íslensku, auk námskeiða sem Íslandsdeildin býður upp á til að kynna siðareglurnar fyrir félögum. Fulltrúar stjórnar tala máli landsdeildarinnar á árlegum aðalfundi samtakanna í París, eiga sæti í ráðgjafarráðinu og taka þátt í starfi svæðisbandalaganna ICOM Nord og ICOM Europe.


Fréttir

FARSÆLT SAMSTARF

Íslandsdeild ICOM á í gjöfulu og farsælu samstarfi við ýmsar aðrar stofnanir á safnasviðinu hérlendis. Sameiginlegt markmið þessara hópa er að auka veg og vanda íslenskra safna með því að gangast fyrir faglegum viðmiðum og vinnubrögðum.

FÍSOS

Félag íslenskra safna og safnafólks var stofnað árið 1981 í þeim tilgangi að efla samstarf milli safna og fagfólks þeirra, fjalla um safnamál, auka þekkingu og fræðslu á söfnum og safnstörfum og annast samskipti við fagaðila og hliðstæð samtök erlendis.

Safnaráð

Safnaráð er stjórnsýslunefnd sem starfar eftir safnalögum en meginhlutverk ráðsins er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.

Blái skjöldurinn

Markmið alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins er að vernda menningarverðmæti þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara og átaka, m.a. með áætlunum og viðbrögðum, þegar vá steðjar að, og stuðningi þegar hættuástandi lýkur.

Áhugaverð verkefni á vegum félagsins


Alþjóðlegi safnadagurinn

Dagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert en Alþjóðaráð safna hefur staðið fyrir safnadeginum síðan 1977.

Íslensku safnaverðlaunin

Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár í þeim tilgangi að vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfnum.