KYNNINGAREFNI

MERKI

Hlaða má niður íslenskri útgáfu af merki félagsins með því að smella hér. Leiðbeiningar um notkun merkja ICOM má svo finna hér í hönnunarstaðli um nýtt einkenni Alþjóðaráðsins, sem tekið var upp árið 2016. Enska útgáfu merkis Íslandsdeildarinnar má loks finna hér. Mælt er með notkun íslenskrar útgáfu merkisins í öllu því efni sem birt verður eða gefið út á íslenskum vettvangi.

NAFN

Nafn félagsins er „Íslandsdeild ICOM“ og skal að jafnaði ritað sem ein heild, nema í tilfellum þar sem vísað er til Íslandsdeildarinnar með greini í samfelldum texta þar sem ráða má af samhengi um hvaða félag sé að ræða. Þá stendur ICOM fyrir „International Council of Museums“ sem útleggst á íslensku sem „Alþjóðaráð safna“. Því er einnig hægt að rita nafn félagsins sem „Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna“.