Íslandsdeildin fær verkefnastyrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs árið 2023 við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands þann 13. febrúar.

Auk þess sem veittir voru styrkir til fjölda góðra verkefna viðurkenndra safna á landinu öllu, hlaut Íslandsdeild ICOM styrk til verkefna ársins í þágu starfsvettvangsins.

Það var Hólmar Hólm, ritari Íslandsdeildarinnar, sem tók við styrknum fyrir hönd stjórnar.

Þá hlakkar stjórn til að deila fréttum um komandi verkefni með félögum á næstunni.