ICOM NORD verða fullgild svæðissamtök innan ICOM

Mánudaginn 22. ágúst, á fundi ICOM NORD, sem haldinn var á 26. allsherjarþingi ICOM, skrifuðu formenn norrænu landsdeilda ICOM undir reglur svæðissamtakanna ICOM NORD, og telst sá fundur því stofnfundur samtakanna, sem hljóta í framhaldinu viðurkenningu Alþjóðaráðsins sem fullgild stofnun innan ICOM.

Þá er stjórn ICOM NORD, sem tekur nú formlega til starfa, svo skipuð: Søren la Cour Jensen, formaður (Danmörk), Eero Ehanti, varaformaður (Finnland), Hólmar Hólm, ritari (Ísland), Lasse Tjønnøy, gjaldkeri (Noregur), Elina Nygård, meðstjórnandi (Svíþjóð).

Varamenn eru: Josephine Nielsen-Bergqvist (Danmörk), Minna Sarantola-Weiss (Finnland), Ólöf Gerður Sigfúsdóttir (Ísland), Håkon Roland (Noregur) og Medea Ekner (Svíþjóð).

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, skrifar undir reglur ICOM NORD. Mynd: ICOM Danmörk.