Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM

Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða. Þá hlökkum við til nýs árs og nýrra verkefna með ykkur, nú þegar sól fer hækkandi á himni á ný. Með hátíðarkveðju,Stjórn Íslandsdeildar ICOM Mynd: Árbæjarsafn, birt með leyfi
Lesa meira

27. allsherjarþing ICOM haldið í Dúbaí árið 2025

Þann 19. nóvember 2021 kaus ráðgjafaráð ICOM, skipað formönnum eða tilnefndum fulltrúum stjórna landsdeilda, fagdeilda og svæðissamtaka Alþjóðaráðsins, auk tengdra samtaka, um áfangastað 27. allsherjarþings ICOM árið 2025. Kosið var á milli þriggja borga að þessu sinni: Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum; Kazan, Rússlandi; og Stokkhólms, Svíþjóð. Hlutskörpust í kosningunni varð borgin Dúbaí og tekur landsdeild
Lesa meira

Alþjóðaráð safna fagnar 75 ára afmæli samtakanna

Daginn sem við Íslendingar fögnum degi íslenskrar tungu fagnar Alþjóðaráð safna, ICOM, því að 75 ár eru liðin frá stofnun samtakanna þann 16. nóvember 1946 í París. Í tilefni afmælisins fer Alberto Garlandini, forseti ICOM, ásamt fleirum, yfir sögu og hlutverk samtakanna í þessu stutta myndbandi: Þá var Alþjóðaráðið stofnað í kjölfar síðari heimsstyrjaldar út
Lesa meira

Siðareglunámskeið í Safnahúsinu 10. nóvember 2021

Stjórn Íslandsdeildar ICOM stendur fyrir siðareglunámskeiði fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar. Námskeiðið mun fara fram miðvikudaginn 10. nóvember, kl. 13:00-16:00, í Safnahúsinu við Hverfisgötu en leiðbeinendur verða Inga Jónsdóttir, fyrrverandi safnstjóri Listasafns Árnesinga, og Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV. Gjald er 5.000 kr. á mann og er námsefni innifalið, auk þess sem þátttakendur fá
Lesa meira

Umsóknarfrestur framlengdur í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Útgáfu- og ferðasjóði fyrir tímabilið september 2021 til september 2022.  Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna. Félagar, sem hyggjast sækja allsherjarþing ICOM í Prag í
Lesa meira