Tillaga að nýrri safnaskilgreiningu ICOM og drög að þýðingu

Á 26. allsherjarþingi ICOM í Prag dagana 20. til 28. ágúst verður lögð fram tillaga um nýja safnaskilgreiningu Alþjóðaráðs safna, í kjölfar breiðs og opins samráðsferlis fastanefndarinnar ICOM Define undanfarna átján mánuði. Þá verður kosið á milli tillögunnar og núgildandi skilgreiningar, sem samþykkt var á 22. allsherjarþingi ICOM í Vín árið 2007, á stórfundi þingsins
Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri hlýtur Íslensku safnaverðlaunin 2022

Stjórn Íslandsdeildar ICOM óskar Minjasafninu á Akureyri innilega til hamingju með að hafa hlotið Íslensku safnaverðlaunin 2022. Í rökstuðningi valnefndar fyrir tilnefningu safnsins segir: „Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans með vel skipulagðri starfsemi og hafi margsýnt hvers samfélagslega rekin minjasöfn eru megnug og
Lesa meira

Verið velkomin á afhendingu Íslensku safnaverðlaunanna 2022

Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráðs safna) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) bjóða ykkur að vera viðstödd hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þegar Íslensku safnaverðlaunin 2022 verða afhent í þrettánda sinn á Alþjóðlega safnadaginn, 18. maí næstkomandi. Athöfnin hefst kl. 16:00 en þau söfn sem tilnefnd eru til verðlaunanna í ár eru (í stafrófsröð):–Byggðasafnið í
Lesa meira

Vefmálþing: tvær tillögur að nýrri safnaskilgreiningu

Íslandsdeild ICOM og Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands efna á ný til vefmálþings um nýju safnaskilgreininguna. Ferlið er á lokametrunum og nú er komið að því að landsdeildir og svæðissamtök kjósi á milli þeirra tveggja tillagna sem liggja fyrir eftir langt og mikið samráðsferli innan ICOM. Þá verður sú tillaga sem fær flest atkvæði
Lesa meira

Tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna 2022

Í dag var tilkynnt hvaða söfn eru tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2022. Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa saman að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn árið 2000 en í ár bárust vel á annan tug tilnefninga,
Lesa meira

Rafrænt siðareglunámskeið 26. apríl 2022

Stjórn Íslandsdeildar ICOM stendur fyrir rafrænu siðareglunámskeiði fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar. Námskeiðið mun fara fram á Zoom þriðjudaginn 26. apríl, kl. 13:00-16:00, en hlekkur verður sendur á skráða þátttakendur þegar nær dregur. Leiðbeinendur eru Inga Jónsdóttir, fyrrverandi safnstjóri Listasafns Árnesinga, og Nathalie Jacqueminet, forvörður. Gjald er 5.000 kr. á mann en námsefnið er
Lesa meira

Málþing: Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði!

Safnaráð, Íslandsdeild ICOM og FÍSOS boða til málþings í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 9. maí kl. 13:00-16:00 undir yfirskriftinni: Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði! Fjallað verður um eftirlit og stöðu varðveislumála safna vítt og breitt um landið – sem og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir – en frummælendur koma úr
Lesa meira

Safnaskilgreiningin: hvar er ferlið statt og hver eru næstu skref?

Íslandsdeild ICOM og Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands efna til vefmálþings um nýju safnaskilgreininguna sem nú stendur yfir hjá ICOM. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, greinir frá ferlinu, þeim fasa sem nú stendur yfir og næstu skrefum. Því næst verða opnar umræður um þær fimm tillögur sem nú hafa verið lagðar fram og
Lesa meira

Aðalfundur og nýkjörin stjórn félagsins

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM var haldinn í Sjóminjasafninu í Reykjavík þann 23. mars 2022. Á fundinum var sinnt venjulegum aðalfundarstörfum skv. 6. gr. laga félagsins: árskýrsla starfsársins 2021 til 2022 var lögð fram og eins endurskoðaðir ársreikningar 2021, auk þess sem starfsáætlun og helstu verkefni ársins 2022 voru kynnt. Á fundinum fór einnig fram kjör nýrrar
Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2022

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn miðvikudaginn 23. mars 2022, kl. 16:00-17:00, í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga Íslandsdeildar ICOM: