Uncategorized

Opið bréf til ráðherra og alþingismanna í tilefni Alþjóðlega safnadagsins

Í dag fagna söfn og safnafólk á heimsvísu hinum Alþjóðlega safnadegi sem haldinn hefur verið hátíðlegur þann 18. maí á vegum ICOM, Alþjóðaráðs safna, síðan 1977. Í tilefni dagsins hvet ég, undirritaður, hæstvirta ráðherra og alþingismenn, æðstu ráðamenn þjóðarinnar, til að styðja og styrkja söfn – viðurkennd söfn sem og höfuðsöfn – eftir fremsta megni svo þau megi standa undir lögboðnu hlutverki sínu.

Málþing: Söfn, sjálfbærni og vellíðan

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn, sjálfbærni og vellíðan, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2023. Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 16. maí kl. 13:00-16:00 en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar í Myndasal safnsins.

Undirbúningur fyrir Alþjóðlega safnadaginn

Við höldum upp á Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí næstkomandi en að þessu sinni er þema dagsins Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Líkt og fyrri ár er það von okkar að það verði líf og fjör á söfnunum á safnadaginn og eru söfn því hvött til að standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá, auk þess sem mörg söfn bjóða upp á ókeypis aðgang inn í tilefni dagsins.

Aðalfundur og nýkjörin stjórn félagsins

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 12. apríl 2023. Á fundinum var sinnt venjulegum aðalfundarstörfum skv. 6. gr. laga félagsins: skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2022 til 2023 var lögð fram og eins endurskoðaðir ársreikningar 2022, auk þess sem starfsáætlun og helstu verkefni ársins 2023 voru kynnt.

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2023

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn miðvikudaginn 12. apríl 2023, kl. 15:30-16:45, í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga Íslandsdeildar ICOM:

Íslandsdeildin fær verkefnastyrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs árið 2023 við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands þann 13. febrúar. Auk þess sem veittir voru styrkir til fjölda góðra verkefna viðurkenndra safna á landinu öllu, hlaut Íslandsdeild ICOM styrk til verkefna ársins í þágu starfsvettvangsins. Það var Hólmar Hólm, ritari Íslandsdeildarinnar, sem tók
Lesa meira

Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM

Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Opinber þýðing nýrrar safnaskilgreiningar ICOM á íslensku

Þann 24. ágúst síðastliðinn samþykkti Alþjóðaráð safna (ICOM) nýja safnaskilgreiningu á 26. allsherjarþingi samtakanna og því hefur stjórn Íslandsdeildar ICOM staðið frammi fyrir því verkefni undanfarna mánuði, sem ein af 122 landsdeildum ICOM, að þýða hina nýju safnaskilgreiningu fyrir íslenskt samfélag. Í því ljósi hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að eiga opið samtal við
Lesa meira

Könnun: íslensk þýðing nýrrar safnaskilgreiningar ICOM

Í tilefni dags íslenskrar tungu og 76 ára afmælis ICOM, Alþjóðaráðs safna, kynnir stjórn Íslandsdeildar samtakanna síðasta liðinn í þýðingarferli nýrrar safnaskilgreiningar sem samþykkt var á allsherjarþingi ICOM í Prag þann 24. ágúst síðastliðinn. Stjórn leitar enn samráðs við félaga Íslandsdeildarinnar en áður hefur verið boðað til umræðna með forsvarsmönnum safna, fulltrúum safnaráðs og Rannsóknaseturs
Lesa meira