Uncategorized

Listasafn Reykjavíkur hlýtur Íslensku safnaverðlaunin 2024

Stjórn Íslandsdeildar ICOM óskar Listasafni Reykjavíkur innilega til hamingju með að hafa hlotið Íslensku safnaverðlaunin 2024. Viðurkenninguna hlýtur safnið fyrir framsækið miðlunarstarf en í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: „Grunn­stef í miðlun Lista­safns Reykja­vík­ur er að all­ir geti tengst mynd­list í fortíð og sam­tíma á eig­in for­send­um. Gest­ir safns­ins á öll­um aldri, af ólíku þjóðerni
Lesa meira

Verið velkomin á afhendingu Íslensku safnaverðlaunanna 2024

Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráðs safna) og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) bjóða ykkur að vera viðstödd hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þegar Íslensku safnaverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn á Alþjóðlega safnadaginn, þann 18. maí 2024.

Málþing: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2024. Málþingið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 14. maí kl. 13:00-14:30 en að því loknu verður boðið upp á kaffiveitingar og í framhaldi af því verður leiðsögn um sýninguna Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát.

Tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna 2024

Tilkynnt hefur verið hvaða söfn eru tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2024. Íslensku safnaverðlaunin eru viðurkenning sem fellur í skaut íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi á sínu sviði. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár en fyrsta afhending þeirra fór fram árið 2000. Þá verða verðlaunin afhent í fjórtánda sinn á Alþjóðlega safnadaginn, þann 18. maí næstkomandi, við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Viðburðurinn er opinn öllum.

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2024 og niðurstöður kosninga

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands þann 17. apríl 2024. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga félagsins: skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2023 til 2024 var lögð fram og eins endurskoðaðir ársreikningar 2023, auk þess sem starfsáætlun og helstu verkefni ársins 2024 voru kynnt. Fundarstjóri var Guðrún Dröfn Whitehead,
Lesa meira

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2024

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024, kl. 14:00-15:30, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga Íslandsdeildar ICOM: Að fundi loknum mun Lilja Árnadóttir, fyrrverandi formaður Íslandsdeildar ICOM, leiða fundargesti um sýninguna Með verkum handanna sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu. Lagabreytingar Stjórn Íslandsdeildar ICOM leggur fram lagabreytingartillögur á
Lesa meira

Siðareglunámskeið í Sjóminjasafninu 24. apríl 2024

Stjórn Íslandsdeildar ICOM auglýsir siðareglunámskeið fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 13:00-16:00.

Íslensku safnaverðlaunin 2024 – óskað er eftir ábendingum

Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Söfnum er jafnframt heimilt að senda inn kynningar á eigin verkefnum. Til greina koma sýningar, útgáfur og annað er snýr að þjónustu við safngesti jafnt sem verkefni er lúta að faglegu innra starfi, svo sem rannsóknir og varðveisla.

Íslandsdeildin hlýtur styrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs árið 2024 við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 23. janúar, að loknum ársfundi höfuðsafna og safnaráðs. Auk þess sem veittir voru styrkir til fjölda metnaðarfullra verkefna á vegum viðurkenndra safna, hlaut Íslandsdeild ICOM styrk til þess að standa að Íslensku safnaverðlaununum 2024, í samstarfi
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Útgáfu- og ferðasjóði félagsins fyrir árið 2024 en markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna.