Siðareglunámskeið í Sjóminjasafninu 24. apríl 2024

Stjórn Íslandsdeildar ICOM auglýsir siðareglunámskeið fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar.

Námskeiðið verður haldið í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 13:00-16:00. Leiðbeinendur eru Nathalie Jacqueminet, forvörður, og Hólmar Hólm, formaður Íslandsdeildar ICOM.

Þátttökugjald er 5.000 kr. en íslenska þýðingu siðareglnanna auk námsefnisins sem lagt verður til grundvallar umræðum námskeiðsins má nálgast hér fyrir námskeiðið, auk þess sem þátttakendur fá prentaða útgáfu af efninu við komu. Einnig munu þátttakendur fá staðfestingarskjal fyrir þátttöku að námskeiði loknu.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér í síðasta lagi föstudaginn 19. apríl. Athugið að fjöldi þátttakenda í námskeiðinu er takmarkaður.