Málþing: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2024.

Málþingið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 14. maí kl. 13:00-14:30 en að því loknu verður boðið upp á kaffiveitingar og í framhaldi af því verður leiðsögn um sýninguna Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát.

Fundarstjóri er Arndís Bergsdóttir fyrir hönd Rannsóknaseturs í safnafræðum.

Vinsamlegast athugið að einnig verður hægt að fylgjast með málþinginu í beinu streymi hér.

Dagskrá

13:00: Málþing sett

Kl. 13:05-13:30: Listasafn Reykjavíkur
„Hlutur kvenna í íslenskri listasögu“
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur

Kl. 13:30-13:55: Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs
„Myndlist og náttúra: fræðsla þvert á söfn“
Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu; Hulda Margrét Birkisdóttir, verkefnastjóri fræðslu í Náttúrufræðistofu; Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu í Gerðarsafni

Kl. 14:00-14:25: Kvikmyndasafn Íslands
„Kvikmyndarannsóknir á Kvikmyndasafni Íslands: Að standa á öxlunum á sjálfum sér; Loftur Guðmundsson (1892-1952)“
Gunnþóra Halldórsdóttir, verkefnastjóri varðveislu

14:30: Málþingi slitið og kaffiveitingar

15:00: Leiðsögn um sýninguna Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát.

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn 18. maí ár hvert en ICOM, Alþjóðaráð safna, hefur staðið fyrir deginum síðan árið 1977. Framkvæmd dagsins er samstarfsverkefni Íslandsdeildar ICOM og FÍSOS með öflugum stuðningi frá safnaráði og söfnunum í landinu.