Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM

Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Þá hlökkum við til nýs árs og nýrra verkefna með ykkur, nú þegar sól fer hækkandi á himni á ný.

Með hátíðarkveðju,
stjórn Íslandsdeildar ICOM

Mynd: altarisklæði frá Grenjaðarstað, í eigu Louvre-safnsins í París, LAB 1117;
nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.