Rafrænt siðareglunámskeið 16. nóvember 2023

Stjórn Íslandsdeildar ICOM stendur fyrir rafrænu siðareglunámskeiði fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar.

Námskeiðið verður haldið á Zoom fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 13:00-16:00, en hlekkur verður sendur á skráða þátttakendur þegar nær dregur. Leiðbeinendur eru Inga Jónsdóttir, fyrrverandi safnstjóri Listasafns Árnesinga, og Berglind Þorsteinsdóttir, gjaldkeri Íslandsdeildar ICOM og safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga.

Gjald er 5.000 kr. á mann en íslenska þýðingu siðareglnanna auk námsefnisins sem lagt verður til grundvallar umræðum námskeiðsins má nálgast hér. Þá munu þátttakendur fá sent staðfestingarskjal fyrir þátttöku að námskeiði loknu.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér í síðasta lagi mánudaginn 13. nóvember.