Aðalfundur og nýkjörin stjórn félagsins
Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 12. apríl 2023. Á fundinum var sinnt venjulegum aðalfundarstörfum skv. 6. gr. laga félagsins: skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2022 til 2023 var lögð fram og eins endurskoðaðir ársreikningar 2022, auk þess sem starfsáætlun og helstu verkefni ársins 2023 voru kynnt.