Hólmar Hólm

27. allsherjarþing ICOM haldið í Dúbaí árið 2025

Þann 19. nóvember 2021 kaus ráðgjafaráð ICOM, skipað formönnum eða tilnefndum fulltrúum stjórna landsdeilda, fagdeilda og svæðissamtaka Alþjóðaráðsins, auk tengdra samtaka, um áfangastað 27. allsherjarþings ICOM árið 2025. Kosið var á milli þriggja borga að þessu sinni: Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmunum; Kazan, Rússlandi; og Stokkhólms, Svíþjóð. Hlutskörpust í kosningunni varð borgin Dúbaí og tekur landsdeild
Lesa meira

Alþjóðaráð safna fagnar 75 ára afmæli samtakanna

Daginn sem við Íslendingar fögnum degi íslenskrar tungu fagnar Alþjóðaráð safna, ICOM, því að 75 ár eru liðin frá stofnun samtakanna þann 16. nóvember 1946 í París. Í tilefni afmælisins fer Alberto Garlandini, forseti ICOM, ásamt fleirum, yfir sögu og hlutverk samtakanna í þessu stutta myndbandi: Þá var Alþjóðaráðið stofnað í kjölfar síðari heimsstyrjaldar út
Lesa meira