Verið velkomin á afhendingu Íslensku safnaverðlaunanna 2022

Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráðs safna) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) bjóða ykkur að vera viðstödd hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þegar Íslensku safnaverðlaunin 2022 verða afhent í þrettánda sinn á Alþjóðlega safnadaginn, 18. maí næstkomandi.

Athöfnin hefst kl. 16:00 en þau söfn sem tilnefnd eru til verðlaunanna í ár eru (í stafrófsröð):
–Byggðasafnið í Görðum
–Gerðarsafn
–Hönnunarsafn Íslands
–Minjasafnið á Akureyri
–Síldarminjasafn Íslands

Margrét Hallgrímsdóttir, fráfarandi þjóðminjavörður, mun afhenda verðlaunin.

Hægt er að lesa nánar um tilnefningarnar hér.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Verið öll velkomin.


Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa saman að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn árið 2000 en í ár bárust vel á annan tug tilnefninga, ýmist frá söfnunum sjálfum og frá almenningi.