Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2022

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn miðvikudaginn 23. mars 2022, kl. 16:00-17:00, í Sjóminjasafninu í Reykjavík.

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga Íslandsdeildar ICOM:

  • Ársskýrsla 2021 lögð fram.
  • Endurskoðaðir ársreikningar 2021 lagðir fram.
  • Starfsáætlun fyrir 2022 kynnt.
  • Kjör til stjórnar. Óskað er eftir framboðum til formanns, ritara og meðstjórnanda. Eitt framboð hefur borist til embættis formanns og eitt til ritara.
  • Ferða- og útgáfusjóður: tilkynnt um úthlutun.
  • Önnur mál.