Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM
Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða.
Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða.
Þann 24. ágúst síðastliðinn samþykkti Alþjóðaráð safna (ICOM) nýja safnaskilgreiningu á 26. allsherjarþingi samtakanna og því hefur stjórn Íslandsdeildar ICOM staðið frammi fyrir því verkefni undanfarna mánuði, sem ein af 122 landsdeildum ICOM, að þýða hina nýju safnaskilgreiningu fyrir íslenskt samfélag. Í því ljósi hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að eiga opið samtal við
Lesa meira
Í tilefni dags íslenskrar tungu og 76 ára afmælis ICOM, Alþjóðaráðs safna, kynnir stjórn Íslandsdeildar samtakanna síðasta liðinn í þýðingarferli nýrrar safnaskilgreiningar sem samþykkt var á allsherjarþingi ICOM í Prag þann 24. ágúst síðastliðinn. Stjórn leitar enn samráðs við félaga Íslandsdeildarinnar en áður hefur verið boðað til umræðna með forsvarsmönnum safna, fulltrúum safnaráðs og Rannsóknaseturs
Lesa meira
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál nr. 220/2022: „Frumvarp til laga um breytingu á safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn Íslands (samráð og skipunartími)“. Frumvarpið er breytingalagafrumvarp sem breytir þrennum lögum: safnalögum, nr. 141/2011, lögum um Þjóðminjasafn Íslands, nr. 140/2011 og lögum um Náttúruminjasafn Íslands, nr. 35/2007. Í fyrsta lagi
Lesa meira
Eins og komið hefur fram í fréttum í vikunni boðaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, til fundar með þeim fagaðilum sem gagnrýnt hafa með hvaða hætti ráðherra stóð að skipun nýs þjóðminjavarðar, sem tilkynnt var um þann 25. ágúst síðastliðinn. Fundinn sóttu meðal annars fulltrúar eftirtalinna fagfélaga: Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS), Íslandsdeildar
Lesa meira
Stjórn Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna, gerir alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að ráðningu nýs þjóðminjavarðar sem skipaður var án auglýsingar, skv. tilkynningu menningar- og viðskiptaráðuneytisins dagsettri þann 25. ágúst síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að ráðherra hafi ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að
Lesa meira
Á aukafundi 26. allsherjarþings ICOM, Alþjóðaráðs safna, í Prag þann 24. ágúst 2022 samþykkti ráðið með kosningu að breyta safnaskilgreiningu ICOM, sem hefur haldist óbreytt síðan 2007. Markar þessi ákvörðun tímamót í starfsemi samtakanna en ráðist var að nýju í endurskoðun safnaskilgreiningarinnar fyrir átján mánuðum, eftir innri átök um tillögu að nýrri safnaskilgreiningu sem lõgð
Lesa meira
Mánudaginn 22. ágúst, á fundi ICOM NORD, sem haldinn var á 26. allsherjarþingi ICOM, skrifuðu formenn norrænu landsdeilda ICOM undir reglur svæðissamtakanna ICOM NORD, og telst sá fundur því stofnfundur samtakanna, sem hljóta í framhaldinu viðurkenningu Alþjóðaráðsins sem fullgild stofnun innan ICOM. Þá er stjórn ICOM NORD, sem tekur nú formlega til starfa, svo skipuð:
Lesa meira
Allsherjarþing ICOM, Alþjóðaráðs safna, verður haldið í Prag dagana 20. til 28. ágúst 2022. Þetta er í 26. sinn sem slíkt þing fer fram á vegum samtakanna en yfirskrift þingsins að þessu sinni er Mikill er máttur safna (e. The Power of Museums). Á dagskrá þingsins að þessu sinni er meðal annars kosning um nýja
Lesa meira
Á 26. allsherjarþingi ICOM í Prag dagana 20. til 28. ágúst verður lögð fram tillaga um nýja safnaskilgreiningu Alþjóðaráðs safna, í kjölfar breiðs og opins samráðsferlis fastanefndarinnar ICOM Define undanfarna átján mánuði. Þá verður kosið á milli tillögunnar og núgildandi skilgreiningar, sem samþykkt var á 22. allsherjarþingi ICOM í Vín árið 2007, á stórfundi þingsins
Lesa meira