Óflokkað

Umsóknarfrestur framlengdur í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir framlengdan umsóknarfrest í Útgáfu- og ferðasjóð fyrir tímabilið vor til haust 2025 en markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna. Félagar, sem hyggjast sækja allsherjarþing ICOM í Dúbaí í nóvember 2025, eru sérstaklega
Lesa meira

Frá aðalfundi Íslandsdeildar ICOM 2025

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM var haldinn í Hafnarborg þann 20. maí 2025. Á fundinum var sinnt venjulegum aðalfundarstörfum skv. 6. gr. laga félagsins: skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2024 til 2025 var lögð fram og eins endurskoðaðir ársreikningar 2024, auk þess sem starfsáætlun og helstu verkefni ársins 2025 voru kynnt. Fundarstjóri var Þorvaldur Gröndal, að tilnefningu formanns.
Lesa meira

Yfirlýsing: Fjölbreytileiki samfélagsins og framtíð safna

Söfn á Íslandi miðla sögu, gögnum og upplýsingum frá ólíkum sjónarhornum, fagna fjölbreytileikanum og leggja sig fram við að vera griðastaður fyrir öll. Þessi atriði eru hornsteinn safna og safnastarfs.

Opinber þýðing nýrrar safnaskilgreiningar ICOM á íslensku

Þann 24. ágúst síðastliðinn samþykkti Alþjóðaráð safna (ICOM) nýja safnaskilgreiningu á 26. allsherjarþingi samtakanna og því hefur stjórn Íslandsdeildar ICOM staðið frammi fyrir því verkefni undanfarna mánuði, sem ein af 122 landsdeildum ICOM, að þýða hina nýju safnaskilgreiningu fyrir íslenskt samfélag. Í því ljósi hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að eiga opið samtal við
Lesa meira

Könnun: íslensk þýðing nýrrar safnaskilgreiningar ICOM

Í tilefni dags íslenskrar tungu og 76 ára afmælis ICOM, Alþjóðaráðs safna, kynnir stjórn Íslandsdeildar samtakanna síðasta liðinn í þýðingarferli nýrrar safnaskilgreiningar sem samþykkt var á allsherjarþingi ICOM í Prag þann 24. ágúst síðastliðinn. Stjórn leitar enn samráðs við félaga Íslandsdeildarinnar en áður hefur verið boðað til umræðna með forsvarsmönnum safna, fulltrúum safnaráðs og Rannsóknaseturs
Lesa meira

Tillaga að nýrri safnaskilgreiningu ICOM og drög að þýðingu

Á 26. allsherjarþingi ICOM í Prag dagana 20. til 28. ágúst verður lögð fram tillaga um nýja safnaskilgreiningu Alþjóðaráðs safna, í kjölfar breiðs og opins samráðsferlis fastanefndarinnar ICOM Define undanfarna átján mánuði. Þá verður kosið á milli tillögunnar og núgildandi skilgreiningar, sem samþykkt var á 22. allsherjarþingi ICOM í Vín árið 2007, á stórfundi þingsins
Lesa meira

Vefmálþing: tvær tillögur að nýrri safnaskilgreiningu

Íslandsdeild ICOM og Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands efna á ný til vefmálþings um nýju safnaskilgreininguna. Ferlið er á lokametrunum og nú er komið að því að landsdeildir og svæðissamtök kjósi á milli þeirra tveggja tillagna sem liggja fyrir eftir langt og mikið samráðsferli innan ICOM. Þá verður sú tillaga sem fær flest atkvæði
Lesa meira

Safnaskilgreiningin: hvar er ferlið statt og hver eru næstu skref?

Íslandsdeild ICOM og Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands efna til vefmálþings um nýju safnaskilgreininguna sem nú stendur yfir hjá ICOM. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, greinir frá ferlinu, þeim fasa sem nú stendur yfir og næstu skrefum. Því næst verða opnar umræður um þær fimm tillögur sem nú hafa verið lagðar fram og
Lesa meira