Hólmar Hólm

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2024

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024, kl. 14:00-15:30, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga Íslandsdeildar ICOM: Að fundi loknum mun Lilja Árnadóttir, fyrrverandi formaður Íslandsdeildar ICOM, leiða fundargesti um sýninguna Með verkum handanna sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu. Lagabreytingar Stjórn Íslandsdeildar ICOM leggur fram lagabreytingartillögur á
Lesa meira

Siðareglunámskeið í Sjóminjasafninu 24. apríl 2024

Stjórn Íslandsdeildar ICOM auglýsir siðareglunámskeið fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 13:00-16:00.

Íslensku safnaverðlaunin 2024 – óskað er eftir ábendingum

Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Söfnum er jafnframt heimilt að senda inn kynningar á eigin verkefnum. Til greina koma sýningar, útgáfur og annað er snýr að þjónustu við safngesti jafnt sem verkefni er lúta að faglegu innra starfi, svo sem rannsóknir og varðveisla.

Íslandsdeildin hlýtur styrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs árið 2024 við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 23. janúar, að loknum ársfundi höfuðsafna og safnaráðs. Auk þess sem veittir voru styrkir til fjölda metnaðarfullra verkefna á vegum viðurkenndra safna, hlaut Íslandsdeild ICOM styrk til þess að standa að Íslensku safnaverðlaununum 2024, í samstarfi
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Útgáfu- og ferðasjóði félagsins fyrir árið 2024 en markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna.

Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM

Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Rafrænt siðareglunámskeið 16. nóvember 2023

Stjórn Íslandsdeildar ICOM stendur fyrir rafrænu siðareglunámskeiði fyrir starfsfólk safna og félaga deildarinnar á Zoom fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 13:00-16:00.

Auglýst eftir umsóknum í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Útgáfu- og ferðasjóði á tímabilinu sem hefst nú haustið 2023 fram á vor 2024 en markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna.

Opið bréf til ráðherra og alþingismanna í tilefni Alþjóðlega safnadagsins

Í dag fagna söfn og safnafólk á heimsvísu hinum Alþjóðlega safnadegi sem haldinn hefur verið hátíðlegur þann 18. maí á vegum ICOM, Alþjóðaráðs safna, síðan 1977. Í tilefni dagsins hvet ég, undirritaður, hæstvirta ráðherra og alþingismenn, æðstu ráðamenn þjóðarinnar, til að styðja og styrkja söfn – viðurkennd söfn sem og höfuðsöfn – eftir fremsta megni svo þau megi standa undir lögboðnu hlutverki sínu.