Stjórn ICOM Nord, í samstarfi við norrænu landsdeildirnar, boðar til opins umræðufundar þar sem fjallað verður um 27. allsherjarþing ICOM, sem haldið verður í Dúbaí í nóvember, líkt og kunnugt er.
Á fundinum mun gefast tækifæri til að heyra frá stjórn svæðisbandalagsins og formönnum landsdeildanna, auk þess sem félögum er boðið að skiptast á skoðunum um þennan stóra viðburð, sem er jafnframt mikilvægasti vettvangur Alþjóðaráðsins þegar kemur að stefnumótun en á væntanlegu þingi stendur meðal annars til að kjósa um endurskoðaðar siðareglur ICOM fyrir söfn.
Fundurinn verður haldinn í gegnum Zoom miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi kl. 14:00-16:00 að íslenskum tíma.
Skráning er óþörf en hlekk á fundinn má finna hér.
Endilega takið þátt.