Íslandsdeild ICOM og Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands efna á ný til vefmálþings um nýju safnaskilgreininguna. Ferlið er á lokametrunum og nú er komið að því að landsdeildir og svæðissamtök kjósi á milli þeirra tveggja tillagna sem liggja fyrir eftir langt og mikið samráðsferli innan ICOM. Þá verður sú tillaga sem fær flest atkvæði borin upp til samþykktar á allsherjarþinginu í Prag í ágúst (sjá tillögurnar tvær hér að neðan).
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, mun kynna tillögurnar og greina frá þeim umræðum sem áttu sér stað á fundi Ráðgjafaráðs ICOM þann 5. maí síðastliðinn. Því næst verða opnar umræður um tillögurnar.
Stjórn Íslandsdeildar ICOM vill heyra í félögum áður en hún skilar sínu atkvæði þann 20. maí og vonast því eftir góðri þátttöku og umræðum á fundinum. Fundarstjóri er Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Vinsamlegast smellið hér til þess að skrá ykkur á þingið, sem haldið verður á Zoom mánudaginn 16. maí kl. 12:00.
Tillaga A
A museum is a permanent, not-for-profit institution, accessible to the public and of service to society. It researches, collects, conserves, interprets and exhibits tangible and intangible cultural and natural heritage in a professional, ethical and sustainable manner for education, reflection and enjoyment. It operates and communicates in inclusive, diverse and participatory ways with communities and the public.
Tillaga B
A museum is a not-for-profit, permanent institution in the service of society that researches, collects, conserves, interprets and exhibits tangible and intangible heritage. Open to the public, accessible and inclusive, museums foster diversity and sustainability. They operate and communicate ethically, professionally and with the participation of communities, offering varied experiences for education, enjoyment, reflection and knowledge sharing.