Íslandsdeild ICOM og Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands efna til vefmálþings um nýju safnaskilgreininguna sem nú stendur yfir hjá ICOM. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM, greinir frá ferlinu, þeim fasa sem nú stendur yfir og næstu skrefum. Því næst verða opnar umræður um þær fimm tillögur sem nú hafa verið lagðar fram og kosið verður um á allsherjarþingi ICOM í Prag í ágúst. Fundarstjóri er Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Vinsamlegast smellið hér til þess að skrá ykkur á þingið, sem haldið verður á Zoom fimmtudaginn 31. mars kl. 12:00.
Þá má finna upplýsingar um ferlið hér og eins eru upplýsingar um tillögurnar fimm öllum aðgengilegar hér á heimasíðu Alþjóðaráðsins.
Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur tillögurnar og taka þátt í umræðunum.