Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn, sjálfbærni og vellíðan, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2023.
Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 16. maí kl. 13:00-16:00 en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar.
Á dagskránni verða erindi sem varpa ljósi á ýmis verkefni og fjölbreytt starf safna til þess að stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan í samfélaginu.
Dagskrá
13:00: Málþing sett
13:05: Lykilfyrirlestur
Söfn og vellíðan
„Í þessu opnunarerindi verður rætt um tengsl safna við hugtakið vellíðan. Sérstaklega verður vikið að rannsóknarverkefninu Inclusive Memory sem snýr meðal annars að því að skoða með hvaða hætti söfn þurfa að huga að vellíðan gesta sinna.“
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands, og Halldóra Arnardóttir, listfræðingur
13:30: Tökum höndum saman: söfn og jaðarhópar
Halla Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjóri miðlunar, Listasafni Reykjavíkur, og Hlín Gylfadóttir, verkefnastjóri samfélagsverkefna og safnfræðslu, Borgarsögusafni Reykjavíkur
13:50: Þekkingarbrunnur eldri kynslóða: samvinnuverkefni um greiningu gamalla ljósmynda
Edda Björk Jónsdóttir, sérfræðingur á sviði fræðslu og miðlunar, Síldarminjasafni Íslands
14:10: komd’inn – ادخل – proszę wejdź – come in: ráðgjafahópur og viðburðadagskrá í Gerðarsafni
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, listfræðingur
14:30: Hlé
14:40: Lykilfyrirlestur
Í sautján horn að líta hjá söfnum: sjálfbærni, sjálfbær þróun og heimsmarkmið
„Hver eru samlegðaráhrif sjálfbærni og faglegs starfs safna? Geta söfn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna? Í fyrirlestrinum verður rýnt í hlutverk safna í sköpun sjálfbærrar framtíðar íslensks samfélags.“
Bergsveinn Þórsson, dósent við Háskólann á Bifröst
15:05: Viðnám – samspil myndlistar og sjálfbærni
Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslustjóri, Listasafni Íslands
15:20: Tækniminjasafn Austurlands – sjálfbær endurreisn? Þrjú raundæmi
Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, safnstjóri, Tækniminjasafni Austurlands
15:40: Sjálfbærni og starfsemi Grasagarðs Reykjavíkur
Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur
16:00: Málþingi slitið – boðið upp á léttar veitingar
Vinsamlegast athugið að málþinginu verður einnig streymt í gegnum Facebook-síðu Alþjóðlega safnadagsins og Íslandsdeildar ICOM.
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn 18. maí ár hvert en ICOM, Alþjóðaráð safna, hefur staðið fyrir deginum síðan árið 1977. Framkvæmd dagsins er samstarfsverkefni Íslandsdeildar ICOM og FÍSOS með öflugum stuðningi frá safnaráði og söfnunum í landinu.