Listasafn Reykjavíkur hlýtur Íslensku safnaverðlaunin 2024

Stjórn Íslandsdeildar ICOM óskar Listasafni Reykjavíkur innilega til hamingju með að hafa hlotið Íslensku safnaverðlaunin 2024.

Viðurkenninguna hlýtur safnið fyrir framsækið miðlunarstarf en í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: „Grunn­stef í miðlun Lista­safns Reykja­vík­ur er að all­ir geti tengst mynd­list í fortíð og sam­tíma á eig­in for­send­um. Gest­ir safns­ins á öll­um aldri, af ólíku þjóðerni og mis­mun­andi áhuga eða getu eru hvatt­ir til að skoða og upp­götva og ekki síst til þátt­töku í miðlun­ar­starfi safns­ins. Safnið leit­ast við að sníða sýn­ing­ar og aðra miðlun með það að mark­miði að skapa borg­ar­bú­um og öðrum gest­um inni­halds­rík­ar og ánægju­leg­ar mynd­list­ar­stund­ir.“

Þá óskum við öllum þeim söfnum sem hlutu tilnefningu í ár einnig til hamingju með framúrskarandi starf og fögnum blómlegu starfi safna á Íslandi í dag.

Loks þakkar stjórn öllum sem voru viðstödd afhendinguna í Safnahúsinu og eins öllum sem tóku þátt í Alþjóðlega safnadeginum með okkur þetta árið.


Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) standa saman að Íslensku safnaverðlaununum en um er að ræða viðurkenningu sem fellur í skaut íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi á sínu sviði. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn árið 2000 en í ár bárust vel á annan tug tilnefninga, ýmist frá söfnunum sjálfum og frá almenningi.

Mynd: Kristín S. Pétursdóttir.