Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM

Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Ásamt kveðjunni í ár deilum við svo mynd af Friðarsúlunni í Viðey með mikilvægum boðskap listamannsins Yoko Ono:

„Ég vona að Friðarsúlan muni lýsa upp heitar óskir um heimsfrið hvaðanæva að úr veröldinni og veita hvatningu, innblástur og samstöðu í heimi þar sem nú ríkir ótti og ringulreið. Sameinumst um að gera friðsæla veröld að veruleika.“

Þá hlökkum við til nýs árs og nýrra verkefna með ykkur, nú þegar hver dagur ber með sér eilítið meiri birtu en dagurinn á undan.

Með hátíðarkveðju,
stjórn Íslandsdeildar ICOM