Tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna 2024
Tilkynnt hefur verið hvaða söfn eru tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2024. Íslensku safnaverðlaunin eru viðurkenning sem fellur í skaut íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi á sínu sviði. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár en fyrsta afhending þeirra fór fram árið 2000. Þá verða verðlaunin afhent í fjórtánda sinn á Alþjóðlega safnadaginn, þann 18. maí næstkomandi, við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Viðburðurinn er opinn öllum.