Bréf til menningarráðuneytis
Stjórn Íslandsdeildar ICOM gerir kunnt að föstudaginn 21. mars síðastliðinn sendu Félag íslenskra safna og safnafólks, FÍSOS, og Íslandsdeild ICOM í sameiningu eftirfarandi bréf til Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins. Það var gert í kjölfar frétta af tillögu starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri um sameiningu Gljúfrasteins, Listasafns Einars Jónssonar, Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.