Við höldum upp á Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí næstkomandi en að þessu sinni er þema dagsins Söfn, sjálfbærni og vellíðan.
Líkt og fyrri ár er það von okkar að það verði líf og fjör á söfnunum á safnadaginn og eru söfn því hvött til að standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá – í raunheimum eða á samfélagsmiðlum – auk þess sem mörg söfn bjóða upp á ókeypis aðgang inn í tilefni dagsins.
Safnadagurinn er haldinn í samstarfi FÍSOS og Íslandsdeildar ICOM en ICOM hefur staðið fyrir Alþjóðlega safnadeginum árlega síðan 1977.
Söfn sem ætla að standa fyrir viðburðum eða hafa frítt inn mega gjarnan hafa samband við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, verkefnisstjóra Safnadagsins, með tölvupósti á netfangið doj5@hi.is.
Tökum höndum saman um að gera daginn skemmtilegan!