Íslandsdeild

Íslandsdeild ICOM

Íslandsdeild ICOM var stofnuð árið 1985 með það að markmiði að efla faglegt safnastarf á Íslandi og auka samskipti fagfólks safna hér á landi við starfsfélaga víða um heim. Þáttur í þeirri viðleitni var útgáfa samþykkta og siðareglna ICOM á íslensku árið 1997 og endurskoðuð útgáfa af siðareglunum frá árinu 2004, sem kom út árið 2006. Íslandsdeild ICOM stóð einnig fyrir útgáfu handbókarinnar Söfn á Íslandi árið 1993. Fyrir ágóða af útgáfu bókarinnar var stofnaður útgáfu- og ferðasjóður sem er í vörslu Íslandsdeildar ICOM.

Félögum gefst kostur á að sækja um útgáfu- og ferðastyrki.
Sjá samþykktir sjóðsins.

Stjórn Íslandsdeildar ICOM skipa:

Formaður: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Ritari: Nathalie Jacqueminet
Gjaldkeri: Inga Jónsdóttir
Varamenn: Helga Lára Þorsteinsdóttir
Sif Jóhannesdóttir

Senda póst til Íslandsdeildar ICOM (e-mail ICOM Iceland)

Senda póst til allra í stjórn Íslandsdeildar ICOM

 

Fundargerðir aðalfundar Íslandsdeildar ICOM

Aðalfundur 2015

Aðalfundur 2013

Aðalfundur 2012

Aðalfundur 2011

mrn2014Íslandsdeild ICOM er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu