Íslandsdeild

Íslandsdeild ICOM

ICOM stendur fyrir International Council Of Museum eða Alþjóðaráð safna. Það er samstarfsvettvangur safna og fagfólks safna, sem vinnur að því að varðveita, viðhalda og miðla til alþjóðasamfélagsins náttúru- og menningararfleið heimsins, huglægri sem hlutlægri, í samtíð sem framtíð. ICOM eru frjáls félagasamtök sem hafa komið á fót faglegum viðmiðum og siðareglum fyrir safnastarfsemi, stuðlað að þjálfun og þekkingarsköpun, tekið á málefnum og aukið menningarvitund almennings í gegnum alþjóðleg tengslanet og samstarf.

Íslandsdeild ICOM var stofnuð árið 1985 með það að markmiði að efla faglegt safnastarf á Íslandi og auka samskipti fagfólks safna hér á landi við starfsfélaga víða um heim. Þáttur í þeirri viðleitni var útgáfa samþykkta og siðareglna ICOM á íslensku árið 1997 og endurskoðuð útgáfa af siðareglunum frá árinu 2004, sem kom út árið 2006. Íslandsdeild ICOM stóð einnig fyrir útgáfu handbókarinnar Söfn á Íslandi árið 1993 og . Fyrir ágóða af útgáfu bókarinnar var stofnaður útgáfu- og ferðasjóður sem er í vörslu Íslandsdeildar ICOM. Árið 2015 kom út ný útgáfa af siðareglunum auk námsefnisefnis.

Stjórnarmeðlimir hafa á hverju ári tekið þátt í fundum samtakana í París en þar eru höfuðstöðvar ICOM, nátengdar menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO og er ICOM ráðgefandi fyrir hana. Stjórnarmeðlimir hafa einnig tekið þátt í árlegum fundum ICOM Nord, svæðissamtökum Norðurlandanna.

Félögum gefst kostur á að sækja um útgáfu- og ferðastyrki.
Sjá samþykktir sjóðsins.

Stjórn Íslandsdeildar ICOM skipa:

Formaður: Guðný Dóra Gestsdóttir
Ritari: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Gjaldkeri: Anna Friðbertsdóttir
Meðstjórnendur: Sigurður Trausti Traustason
Hólmar Hólm

Senda póst til Íslandsdeildar ICOM (e-mail ICOM Iceland)

Fundargerðir aðalfundar Íslandsdeildar ICOM

Adalfundur 2020 og 2021

Aðalfundur 2019

Aðalfundur 2018

Aðalfundur 2017

Aðalfundur 2016

Aðalfundur 2015

Aðalfundur 2013

Aðalfundur 2012

Aðalfundur 2011

Íslandsdeild ICOM er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu