Þjóð gegn þjóðarmorði

Íslandsdeild ICOM er meðal þeirra stofnana og samtaka sem styðja við fjöldafundinn Þjóð gegn þjóðarmorði. Við stöndum með palestínsku þjóðinni í baráttu hennar fyrir eigin lífi og öryggi og krefjumst þess að íslensk ríkisstjórn grípi til raunverulegra aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraelsríkis.

Sem samtök safnafólks minnum við á að siðferðileg ábyrgð okkar felst ekki aðeins í að varðveita söguna heldur einnig að mótmæla óréttlæti og standa vörð um frið og mannréttindi.

Við hvetjum öll til að mæta á fundinn laugardaginn 6. september kl. 14:00 og sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni.