Málþing: Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum

Miðvikudaginn 21. maí kl. 13:00-17:00 boða Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð til málþings í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn 2025.

Í heimi sem er á sífelldri hreyfingu og átök verða sífellt meira áberandi býður þema safnadagsins í ár, Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum, okkur að huga að hlutverki og umhverfi safna í þessu tilliti.

Hvaða merkingu hafa söfn þegar samfélagið er klofið og pólarísering eykst? Hvaða ábyrgð bera menningarstofnanir gagnvart almenningi sem tengslamyndandi þekkingarmiðstöðvar og samfélagskjarnar? Og hvernig mótast söfn af umhverfi sínu, utanaðkomandi þrýstingi og kröfum um afstöðuleysi?

Á málþinginu verður fjallað um söfn og hið samfélagslega rof, framtíðarhorfur og möguleika þeirra til að hafa áhrif.

Nánari dagskrá verður kynnt á næstu dögum.