Sýning Listasafns Íslands, Viðnám – Samspil myndlistar og vísinda, hefur verið valin í hóp 130 verkefna frá 60 löndum sem koma til greina fyrir ICOM-verðlaunin fyrir sjálfbæra þróun í safnastarfi.
Verðlaunin eru fyrsta alþjóðlega viðurkenning ICOM af þessu tagi en þeim er ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi safna í þágu sjálfbærrar þróunar, auk þess að sýna hvernig safnastarf um allan heim tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá endurspegla verkefnin fjölbreytileika, sköpunargleði og viðleitni safna og safnafólks til að nýta mátt safna til að stuðla að sjálfbærni og búa til betri heim.
Verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn á 27. allsherjarþingi ICOM árið 2025.
Lista yfir verkefnin 130 má finna hér á vefsíðu ICOM.