Hátíðarkveðja frá Íslandsdeild ICOM

Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Ásamt kveðjunni í ár deilum við mynd af Tré ársins, sem margir félagar hafa mögulega séð á Farskóla FÍSOS á Selfossi fyrr í vetur, en nú þegar það er útlit fyrir að við munum víða fagna rauðum jólum minnumst við þess að jólahátíðin snýst fyrst og fremst um samveru og hlýju.

Þá hlökkum við til nýs árs og nýrra verkefna með ykkur, nú þegar hver dagur ber með sér eilítið meiri birtu en dagurinn á undan.

Með hátíðarkveðju,
stjórn Íslandsdeildar ICOM