Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM 2025
Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn þriðjudaginn 20. maí næstkomandi, kl. 18:00-19:00, í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn þriðjudaginn 20. maí næstkomandi, kl. 18:00-19:00, í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
Miðvikudaginn 21. maí kl. 13:00-17:00 boða Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð til málþings í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn 2025.
Skráning er nú hafin á 27. allsherjarþing ICOM sem verður haldið í Dúbaí dagana 11. til 17. nóvember 2025 undir yfirskriftinni: Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum (e. The Future of Museums in Rapidly Changing Communities).
Stjórn Íslandsdeildar ICOM gerir kunnt að 21. mars síðastliðinn sendu FÍSOS og Íslandsdeild ICOM í sameiningu eftirfarandi bréf til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í kjölfar frétta af tillögu um hagræðingu í ríkisrekstri með sameiningu Gljúfrasteins, Listasafns Einars Jónssonar, Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.
Fastanefndin ETHCOM, sem fjallar um málefni tengd siðareglum ICOM, hefur kynnt önnur heildardrög að endurskoðuðum siðareglum á sérstökum veffundi en þar með hefst fjórði fasi samráðsferlisins um endurskoðun reglnanna, sem áætlað er að ljúka á 27. allsherjarþingi ICOM í nóvember.
ICOM Nord kynnir vorráðstefnu svæðisbandalagsins, Nordic Roots and Routes: A Journey into Northern Values, sem haldin verður dagana 12. til 13. maí 2025 í Nordiska museet í Stokkhólmi.
Þann 19. febrúar næstkomandi boðar stjórn ICOM Nord, í samstarfi við norrænu landsdeildirnar, til opins umræðufundar þar sem fjallað verður um 27. allsherjarþing ICOM, sem haldið verður í Dúbaí í nóvember, líkt og kunnugt er.
Við sendum félögum öllum, safnafólki og safnvinum hugheilar óskir um gleðilega hátíð, frið og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða. Ásamt kveðjunni í ár deilum við svo mynd af Friðarsúlunni í Viðey með mikilvægum boðskap listamannsins Yoko Ono: „Ég vona að Friðarsúlan muni lýsa upp heitar óskir um heimsfrið
Lesa meira
Breiðfylking samtaka, fyrirtækja og einstaklinga úr skapandi greinum, menningu og listum hvetur forystufólk stjórnmálaflokka sem nú hugar að myndun nýrrar ríkisstjórnar til að standa vörð um ráðuneyti menningarmála og festa það í sessi með skilvirkri stjórnsýslu, skýrri forgangsröðun og stefnumótun í þágu lista, menningar og skapandi greina.
Vegna áætlaðrar skerðingar á framlagi úr ríkissjóði til eftirtalinna málaflokka á sviði menningar- og skapandi greina, safnamála og menningarsjóða: safnasjóðs, samninga og styrkja til starfsemi safna, myndlistarsjóðs og barnamenningarsjóðs. Stjórn Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna, vekur athygli á mikilvægi ofantalinna ríkisstyrkja og opinberra sjóða í þágu menningar og lista. Fela slíkir styrkir í sér stefnumótandi fjárfestingu
Lesa meira