ÍSLANDSDEILD ICOM

SAGA OG
HLUTVERK

ICOM stendur fyrir International Council of Museums eða Alþjóðaráð safna. Það er samstarfsvettvangur safna og fagfólks safna, sem vinnur að því að varðveita, viðhalda og miðla til alþjóðasamfélagsins náttúru- og menningararfleið heimsins, huglægri sem hlutlægri, í samtíð sem framtíð.

ICOM eru frjáls félagasamtök sem hafa komið á fót faglegum viðmiðum og siðareglum fyrir safnastarfsemi, stuðlað að þjálfun og þekkingarsköpun, tekið á málefnum og aukið menningarvitund almennings í gegnum alþjóðlegt tengslanet og samstarf.

Íslandsdeild ICOM var stofnuð árið 1985 með það að markmiði að efla faglegt safnastarf á Íslandi og auka samskipti fagfólks safna hér á landi við starfsfélaga víða um heim. Þáttur í þeirri viðleitni er útgáfa siðareglna ICOM á íslensku, auk námskeiða sem Íslandsdeildin býður upp á til að kynna siðareglurnar fyrir félögum.

Stjórnarmeðlimir hafa á hverju ári tekið þátt í fundum samtakanna í París en þar eru höfuðstöðvar ICOM, nátengdar Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er ICOM ráðgefandi fyrir hana.

STJÓRN ÍSLANDSDEILDAR

Hólmar Hólm
Formaður
formadur@icom.is

Ragnheiður Vignisdóttir
Ritari

Berglind Þorsteinsdóttir
Gjaldkeri

Hjördís Pálsdóttir
Meðstjórnandi

Björn Pétursson
Meðstjórnandi

FULLTRÚAR
ÍSLANDSDEILDAR ICOM

Íslandsdeild ICOM tilnefnir fulltrúa til setu í ýmsum stjórnum, ráðum eða nefndum, líkt og safnaráði og Bláa skildinum, eða stofnunum, eins og Rannsóknasetri í safnafræðum við Háskóla Íslands, auk þess að skipa nefndarmann í húsafriðunarnefnd, í samráði við ICOMOS og FÍSOS. Þá á formaður landsdeildarinnar sæti í ráðgjafarráði samtakanna og einnig á deildin fulltrúa í stjórn svæðisbandalagsins ICOM Nord. Fulltrúar Íslandsdeildarinnar gegna mikilvægu hlutverki í þverfaglegu samstarfi og hagsmunabaráttu félagsins á innlendum og erlendum vettvangi.

Hólmar Hólm
ICOM Nord

Helga Lára Þorsteinsdóttir
Safnaráð

Inga Jónsdóttir
Blái skjöldurinn

Sigríður Örvarsdóttir
Rannsóknasetur í safnafræðum

Helga Maureen Gylfadóttir
Húsafriðunarnefnd