Önnur heildardrög að endurskoðuðum siðareglum ICOM kynnt

Þann 17. mars kynnti fastanefndin ETHCOM, sem fjallar um málefni tengd siðareglum ICOM, önnur heildardrög að endurskoðuðum siðareglum á sérstökum veffundi en þar með hefst fjórði fasi samráðsferlisins um endurskoðun reglnanna, sem áætlað er að ljúka formlega með innleiðingu uppfærðra siðareglna á 27. allsherjarþingi ICOM í nóvember.

ETHCOM kallar jafnframt eftir viðbrögðum frá undirdeildum ICOM og er félögum því bent á að hafa samband við stjórn Íslandsdeildarinnar með því að senda póst á icom@icom.is, vilji þeir koma sérstökum ábendingum á framfæri við fastanefndina vegna verksins.

Þá eru félagar eindregið hvattir til þess að kynna sér drögin en skjalið má nálgast í heild sinni (á ensku) með því að smella hér.

Láttu í þér heyra – hafðu áhrif!