Skráning hafin á allsherjarþing ICOM 2025 í Dúbaí

Skráning er nú hafin á 27. allsherjarþing ICOM sem verður haldið í Dúbaí dagana 11. til 17. nóvember 2025. Meginhluti ráðstefnunnar fer fram dagana 12. til 14. nóvember undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum (e. The Future of Museums in Rapidly Changing Communities).

Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir safnafólk, fræðimenn og stefnumótendur hvaðanæva að úr heiminum til að koma saman og ræða hvernig söfn geta sinnt fjölþættu hlutverki sínu, aðlagast og þróast í takt við þarfir hinna síbreytilegu samfélaga 21. aldarinnar.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu má finna á dubai2025.icom.museum.