Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn þriðjudaginn 20. maí næstkomandi, kl. 18:00-19:00, í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga Íslandsdeildar ICOM:
- Ársskýrsla fyrir starfsár stjórnar 2024-2025 lögð fram.
- Endurskoðaðir ársreikningar fyrir árið 2024 lagðir fram.
- Starfsáætlun ársins 2025 kynnt.
- Um allsherjarþing ICOM 2025 og ICOM Nord.
- Önnur mál.