Siðareglur

Siðareglur Alþjóðaráðs safna / ICOM code of Ethics for Museums

Siðareglur ICOM fyrir söfn eru grundvöllur samtakanna. Í reglum þessum er kveðið á um lágmarksstaðal fyrir starfsemi og starfshætti safna og starfsliðs þeirra. Með inngöngu í samtökin gangast félagar ICOM við að fara eftir siðareglum þessum. Mál sem kunna að eiga erindi við Siðareglunefnd ICOM má senda formanni hennar á netfangið ethics@icom.museum

Starfssiðareglur ICOM voru samþykktar einróma á 15. allsherjarþingi ICOM í Buenos Aires í Argentínu 4. nóvember 1986. Á 20. allsherjarþingi samtakanna í Barcelona á Spáni 6. júlí 2001 voru samþykktar á þeim breytingar og titlinum breytt í Siðareglur ICOM fyrir söfn. Reglurnar voru enn endurskoðaðar og núgildandi útgáfa samþykkt á allsherjarþingi ICOM í Seoul í Suður-Kóreu 8. október 2004.

ICOM_Sidareglur_2015_LQ-1

Siðareglur ICOM má nálgast hér: ICOM_Sidareglur_2015_LQ