Fréttir

FRÉTTIR 2016

12. maí 2016

Capture

Söfn og menningarlandslag – hádegisfyrirlestur og tilnefningar íslensku safnaverðlaunanna.

Miðvikudaginn 18. maí kl. 12.10 mun Íslandsdeild ICOM standa fyrir hádegisviðburði í fyrirlestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu í tilefni af alþjóðlega safnadeginum. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er „söfn og menningarlandslag“ en með því eru söfn um víða veröld hvött til að líta út fyrir veggi safnanna og huga menningarlegu, sögulegu og náttúrulegu landslagi utan þess. Söfnin geta og eiga að deila þekkingu sinni og vera virkir ábyrgðarmenn menningarlandslagsins og menningarlegrar arfleifar umhverfisins. Hugað verður að þemanu í íslensku samhengi í inngangserindi stjórnar Íslandsdeildar ICOM. Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir, listgreinakennarar segja frá nýju verkefni sem unnið var um útilistaverk í Reykjavík í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Í kjölfarið kynnir valnefnd þau söfn sem hljóta tilnefningu til Safnaverðlaunanna 2016.

Dagskrá

12.11    Inngangur – söfn og menningarlandslag – Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOM.

12.20    Fræðsluefni um útilistaverk í Reykjavík – Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir, listgreinakennarar.
Markmið verkefnisins Fræðsluefni um útilistaverk í Reykjavík er að vekja fólk til umhugsunar um útilistaverk Listasafns Reykjavíkur og gera fræðslu um þau aðgengilegri.Sjónum er beint að inntaki, útliti og einkennum listaverkanna út frá ólíkum vinklum með tengingar við ýmsar námsgreinar. Meðvitund um nánasta umhverfi getur dýpkað skilning og skapað auknar tengingar og áhuga á umhverfinu. Höfundar verkefnisins vonast til að nemendur, kennarar sem og aðrir fái tækifæri og tilefni til að ganga á milli útilistaverkanna og kynnast verkunum og listamönnunum á nýja vegu í gegnum fræðslu, leik og hreyfingu.

12.40    Tilnefningar til Íslensku Safnaverðlaunanna 2016 – Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður valnefndar.

Allir velkomnir og ókeypis inn.

Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS), taka höndum saman um að efla safnastarf á Íslandi og styrkja tengslin við alþjóðasamfélagið með því að sameina íslenska safnadaginn þeim alþjóðlega. Fjölbreytt dagskrá fer fram víðsvegar um landið alla vikuna. Dagskrá verður aðgengileg á heimasíðu félagsins www.safnmenn.is

 

25. mars 2016

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM

Stjórn Íslandsdeildar ICOM minnir á aðalfund félagsins sem haldinn verður í Sjóminjasafninu fimmtudaginn 31. mars kl. 16. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem kjósa skal í embætti ritara og einn varamann. Félagsmenn eru hvattir til að bjóða sig fram. Framboð þurfa ekki að berast fyrir fundinn ern stjórn þætti gott að vita af þeim sem hyggja á framboð.

Ný útgáfa af Siðareglum ICOM fyrir söfn verður kynnt og seld á fundinum. Guðbrandur Benediktsson kynnir samstarf ICOM NORD og ICOM Germany sem stendur yfir og EMYA – evrópsku safnaverðlaunin. Úthlutað verður úr ferða- og útgáfusjóði Íslandsdeildar ICOM.

Með kveðju,
Stjórn Íslandsdeildar ICOM

Screen Shot 2016-03-25 at 19.21.54

 

 

 

2. mars 2016

Ný útgáfa fáanleg: Siðareglur ICOM 

ICOM_Sidareglur_2015_LQ-1

Ný útgáfa af Siðareglum ICOM fyrir söfn fæst nú hjá Íslandsdeild ICOM. Pantið eintök í netfang: icom@icom.is. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

 

 

 

16. febrúar 2016

Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

IMDPoster2016-iceland_print72

Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna- og safnmanna, FÍSOS

Á alþjóðlega safnadeginum, 18. maí ár hvert, hafa söfn um allan heim skipulagt dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977. Á síðasta ári tóku yfir 30 þúsund söfn þátt sem staðsett eru í yfir 120 löndum. Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna- og safnmanna, FÍSOS, hafa tekið höndum saman um að efla safnastarf á Íslandi og styrkja tengslin við alþjóðasamfélagið með því að sameina íslenska og alþjóðlega safnadaginn. Alþjóðlegi safnadaginn á Íslandi verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 18. maí 2016 með fjölbreyttri dagskrá.

Hér má hala niður veggspjaldi og banner á íslensku:

IMD2016_banner_ice400px (1)

IMDPoster2016-iceland_print (1)

Söfn og menningarlandslag

Þema safnadagsins árið 2016 er „Söfn og menningarlandslag“ (e. Museum and cultural landscape). Á hverju ári velur ráðgjafarnefnd ICOM þema til þess að leggja út af, með það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi safna í þróun samfélagsins. Þemað í ár leggur áherslu á ábyrgð safna gagnvart umhverfi sínu og er ákall til þeirra um að leggja til þekkingu og sérfræðikunnáttu og taka virkan þátt í stjórnun þess og viðhaldi.

Megin hlutverk safna er að hafa umsjón með arfleifð, hvort sem það er innan eða utan veggja þeirra.  Starfsvettvangi safna er eiginlegt að stækka og eðlilegt að söfn láti til sín taka á vettvangi menningarlandslags og þeirrar arfleifðar sem umlykur söfnin og þar sem gera má ráð fyrir að þau axli mismikla ábyrgð.

Með því að leggja áherslu á tengslin milli safna og menningararfs eykst gildi safna sem svæðismiðstöðva sem taki virkan þátt í að vernda menningarlandslagið.

Hádegisfyrirlestur Físos – kallað eftir erindum.

Næsti hádegisfyrirlestur FÍSOS verður haldinn 25. febrúar í samstarfi við Íslandsdeild ICOM og er helgaður þemanu „Söfn og menningarlandslag“.

Físos kallar í því tilefni eftir stuttum erindum /hugleiðingum (5-15 mín) sem innlegg í umræðuna. Erindi geta tengst verkefnum og viðburðum sem tengjast þemanu og/eða  stuttar hugleiðingar sem eru vel til þessa fallnar að vekja upp spurningar og kveikja umræður í tengslum við áherslur ársins í ár. Áhugasamir hafi samband við Elísabetu Pétursdóttir í netfang: elisabet@safnmenn.is

 

9. febrúar 2016

Auglýst er eftir umsóknum úr útgáfu- og ferðasjóði Íslandsdeildar ICOM árið 2016

Íslandsdeild ICOM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr útgáfu- og ferðasjóði fyrir árið 2016. Í ár verða veittir allt að fjórir styrkir sem nema 60.000 kr. hver. Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM auk þess sem styðja má útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna. Umsóknir vegna þátttöku í allsherjarþingi ICOM í Mílanó munu hafa forgang.

Umsóknum skal skila fyrir 15. mars 2016 og skal umsækjandi tilgreina hvaða ráðstefnu hann hyggst sækja eða gera grein fyrir fyrirhugaðri útgáfu.

Umsækjandi þarf að vera fullgildur félagi og hafa staðið skil á félagsgjöldum síðustu tveggja ára. Hægt er að sækja um vegna ráðstefna sem haldnar eru 2016-2017.

Umsóknir skal senda í tölvupósti til stjórnarinnar á netfangið stjorn@icom.is fyrir 15. mars 2016. 

Nánar um reglur sjóðsins á www.icom.is. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér fundi og ráðstefnur á slóðinni www.icom.museum  – skoða alþjóðadeildir og einnig viðburðadagatal.

 

Eldri fréttir