Fréttir

FRÉTTIR 2017

21.-23. sept 2017

Ráðstefna: Difficult Issues
ICOM Nord og ICOM Germany standa fyrir ráðstefnu sem fer fram í Helsingborg í Svíþjóð dagana 21.-23. september 2017 undir heitinu Difficult Issues. Ráðstefnan er sú fyrsta sem haldin er í samvinnu deildanna tveggja en Íslandsdeild ICOM er virkur aðili að ICOM Nord og fundar árlega meðal landsdeilda Norðurlandanna.

Difficult Issues: bæklingur

Difficult Issues: dagskrá

Samantekt: What have we learned

17. maí 2017

Hádegisumræður í tilefni Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi
Miðvikudaginn 17.maí kl. 12-13
Fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins

Miðvikudaginn 17. maí kl. 12 mun Íslandsdeild ICOM standa fyrir hádegisviðburði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í tilefni af alþjóðlega safnadeginum. Yfirskrift dagsins í ár er „Söfn og umdeildar sögur: að segja það sem ekki má í söfnum“, en markmiðið með málþinginu er að skapa vettvang fyrir fagfólk í íslensku safnaumhverfi til að ræða á opinskáan hátt spurningar og álitamál sem lúta að hlutverki safna þegar kemur að umdeildum og erfiðum frásögnum.
Í uppleggi Alþjóðaráðs safna kemur fram að fyrsta skrefið í þá átt að stuðla að friðsamlegum samskiptum og samfélagi sé að horfast í augu við umdeildar sögur og óþægileg söguleg minni. Að segja það sem ekki má sé það sem söfn verði nú að takast á við, og eru þau hvött til að taka sér skýrt og friðsamlegt hlutverk í hvers kyns umfjöllum um trámatískar, sársaukafullar og óþægilegar sögur með þeim einstöku verkfærum og aðferðum sem söfn búa yfir. Eru söfn á Íslandi í dag í stakk búin að takast á við umdeildar og erfiðar sögur? Hvaða sögur eru umdeildar (jafnvel þaggaðar) í íslensku samhengi, og hvernig hafa söfn tekist á við slíkar sögur? Hvað gerist bak við tjöldin þegar starfsmenn sinna slíkum sögum, hvað getum við lært að ferlinu?
Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir opnar viðurðinn með stuttri innleiðingu.Í kjölfarið velta þrír frummælendur fyrir sér hvernig málefni sem þessi snúa að íslensku samfélagi og safnaumhverfi. Þátttakendur eru Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og þróunar við Þjóðminjasafn Íslands, Guðrún Dröfn Whitehead, aðjúnkt í safnafræði við HÍ, og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við HÍ. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræði, stýrir umræðum. Viðbuðurinn er ætlaður sem innslag til ráðstefnunnar Difficult Issues sem Íslandsdeildin stendur fyrir í samvinnnu við ICOM Nord og ICOM Germany og fer fram Helsingborg í Svíþjóð dagana 21.-23. september 2017. Sjá nánar hér að neðan.

Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi
Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS), taka höndum saman um að efla safnastarf á Íslandi og styrkja tengslin við alþjóðasamfélagið með því að sameina íslenska safnadaginn þeim alþjóðlega. Fjölbreytt dagskrá fer fram víðsvegar um landið alla vikuna. Dagskrá verður aðgengileg á heimasíðu félagsins www.safnmenn.is
Ráðstefna: Difficult Issues
Helsingborg, Svíþjóð
21.-23. september 2017.
ICOM Nord og ICOM Germany standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í Helsingborg í Svíþjóð dagana 21.-23. september 2017 undir heitinu Difficult Issues . Ráðstefnan er sú fyrsta sem haldin er í samvinnu deildanna tveggja en Íslandsdeild ICOM er virkur aðili að ICOM Nord og fundar árlega meðal landsdeilda Norðurlandanna.

Efnt er til ráðstefnunnar í því markmiði að skapa vettvang fyrir umræðu um „erfið málefni“ sem söfn og safnaumhverfið glíma við. Hvaða hlutverki gegna söfnin við miðlun á „erfiðum málefnum“ eða sögum samfélagsins? Hvers vegna er sumt gleymt meðan annað er geymt? Hvað er dregið fram í dagsljósið og hvað er hulið? Áhersla er lögð á að opna fyrir umræðu og varpa ljósi á ólíkar aðferðir og fjölbreytileika í nálgun, miðlun og efnistökum þegar tekist er á við erfið málefni.

Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að velta upp spurningum, ræða og miðla af eigin reynslu. Markmiðið er að benda á mikilvægi safna sem vettvangs til að ræða og vekja athygli á viðkvæmum, umdeildum eða erfiðum málefnum.

Á heimasíðu og spjallþræði ráðstefnunar má nálgast allar nánari upplýsingar og pistla um ýmis tengd málefni : http://www.icom-helsingborg-2017.org/conference/

 

22. mars 2017

Aðalfundur Íslandsdeildar ICOM verður haldinn fimmtudaginn 30. mars kl. 16:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 6. grein laga Íslandsdeildar ICOM.

  • Ársskýrsla 2016 kynnt
  • Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram og kynntir
  • Kjör til stjórnar
  • Starfsáætlun 2017 kynnt
  • Önnur mál

Undir skýrslu síðasta árs fellur líka umfjöllun um þátttöku í Allsherjarþingi ICOM í Mílanó á 2016 og kynning á samvinnuverkefni ICOM Nord og ICOM Þýskaland sem er Ráðstefnan Difficult issues, sem haldin verður í Helsingborg í september nk. og fellur að yfirskrift alþjóðlega safnadagsins í ár sem er Söfn og umdeild saga; að segja í söfnum það sem ekki má segja.

Að fundi loknum er boðið upp á léttar veitingar

  • Stjórnin bendir á að enn er hægt að senda inn tillögur að erindum á ráðstefnunni Difficult Issues til 1. apríl – sjá nánari upfjöllun á vefsíðu www.icom-helsingborg-2017.org/ conference
  • Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr útgáfu- og ferðasjóði. Í ár verða veittir allt að 4 styrkir að upphæð kr. 60 þús. hver og hafa umsóknir vegna þátttöku í ráðstefnunni Difficult Issues í Svíþjóð forgang í ár. Umsækjandi þarf að vera fullgildur félagi og hafa staðið skil á félagsgjöldum síðustu tveggja ára. Umsóknir skal senda í tölvupósti á icom@icom.is og umsóknarfrestur er til 1. apríl.

 

28.febrúar 2017

Difficult Issues
Kallað eftir erindum / Call for papers 
Helsingborg, Svíþjóð
21.-23. september 2017.
ICOM Nord og ICOM Germany kalla eftir erindum á ráðstefnuna Difficult Issues sem haldin verður í Helsingborg í Svíþjóð dagana 21.-23. september 2017. Ráðstefnan er sú fyrsta sem haldin er í samvinnu deildanna tveggja en Íslandsdeild ICOM er virkur aðili að ICOM Nord og fundar árlega meðal landsdeilda Norðurlandanna.
Efnt er til ráðstefnunnar í því markmiði að skapa vettvang fyrir umræðu um „erfið málefni“ sem söfn og safnaumhverfið glíma við. Hvaða hlutverki gegna söfnin við miðlun á „erfiðum málefnum“ eða sögum samfélagsins? Hvers vegna er sumt gleymt meðan annað er geymt? Hvað er dregið fram í dagsljósið og hvað er hulið? Áhersla er lögð á að opna fyrir umræðu og varpa ljósi á ólíkar aðferðir og fjölbreytileika í nálgun, miðlun og efnistökum þegar tekist er á við erfið málefni.
Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að velta upp spurningum, ræða og miðla af eigin reynslu. Markmiðið er að benda á mikilvægi safna sem vettvangs til að ræða og vekja athygli á viðkvæmum, umdeildum eða erfiðum málefnum. Landsdeildirnar sex, ICOM Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk og Þýskaland hvetja áhugasama til að leggja inn tillögur að erindum sem fjalla um átakanleg viðfangsefni eða málefni sem hafa tilhneigingu til að vera dulin í safnaumhverfinu.
Frestur til að senda inn tillögur rennur út 1. apríl 2017. 
Sjá frekari upplýsingar í viðhengi. 
Á heimasíðu og spjallþræði ráðstefnunar má nálgast enn frekari upplýsingar og pistla um ýmis tengd málefni : http://www.icom-helsingborg-2017.org/conference/

25.janúar 2017

Difficult Issues: Ráðstefna ICOM NORD og ICOM Germany

ICOM Germany og ICOM Nord, sem Íslandsdeild ICOM er aðili að, skipuleggja sameiginlega ráðstefnu sem haldin verður í  Helsingborg, Svíþjóð, dagana  21–23, September 2017 undir þemanu “Difficult issues“. Heimasíðu og spjallþráð ráðstefnunar má nálgast hér: http://www.icom-helsingborg-2017.org/conference/

 

 

 

Eldri fréttir