Námskeið

NÁMSKEIÐ

Hafið samband við Íslandsdeild ICOM og pantið námskeið: icom@icom.is

Almennt verð: Grunnkostnaður er 40.000 kr. + 2500 kr. á þátttakanda. Dæmi: 10 manna námskeið = 65.000 kr eða 6500 kr. á mann.

VINNUÁÆTLUN

Þátttakendur ættu að vera um 15-50. Þátttakendur geta verið allir frá sama safni eða komið af ólíkum söfnum. Fyrirfram þarf að skipuleggja með umsjónarmönnum hvernig skipt er í hópa, til dæmis þannig að samsvarandi starfsmannahópar á einu eða fleiri söfnum séu saman.

Námskeiðið hefst með kynningu á siðareglunum, og er ætlast til þess að þátttakendur hafi lesið þær áður.

Meginhluti námskeiðsins felst í umræðum um dæmisögur sem finna má í sérútbúnu námskeiðsefni, fyrst í hópum, síðan allir saman. Í bæklingnum eru 20 dæmisögur og skiptast þær í þessa flokka:

 • Miðlun og sýningar
 • Safnkostur og söfnun
 • Munirnir
 • Starfsmenn
 • Safnmenn á safninu sínu

Fyrirkomulag

 1. Hafið samband við Íslandsdeild ICOM og pantið námskeið: icom@icom.is
 2. Námskeiðið er skipulagt  með umsjónarmanni, fjöldi hópa ákveðinn og athugað hvaða flokkar og dæmisögur eru áhugaverðastar fyrir þátttakendur.

Hér er tillaga um dagskrá námskeiðs sem tekur um það bil þrjár klukkustundir:

1. hluti (um 1 klukkutími)

 • Almenn kynning á siðareglunum og gildi þeirra við úrlausnarefni í daglegu starfi.
 • Þátttakendur skiptast í hópa sem hver fjallar um einn efnisflokk siðareglnanna.

2. hluti (um 1 klukkutími)

 • Dæmisögurnar ræddar í hópum með siðareglur ICOM til hliðsjónar.
 • Hver þátttakandi fær siðareglurnar og hefti með dæmisögum til að fjalla um. Viðfangsefni hópanna miðast við að komið sé inn á ólíka þætti í starfi safna en hóparnir þurfa einnig að geta valið sér dæmisögur til að fjalla um í samræmi við áhugasvið sitt.
 • Hópurinn skipar ritara sem skráir athugasemdir um dæmin sem fjallað er um. Hægt er að bjóða hressingu á meðan á umræðum stendur.

3. hluti (um 1 klukkutími)

 • Sameiginlegar umræður um niðurstöður hópanna
 • Niðurstöður og mat.

Í samráði við umsjónarmenn námskeiðssins má velja annað fyrirkomulag. Hafið samband: icom@icom.is