Að gerast félagi

Hvers vegna að gerast meðlimur?

Með því að gerast félagi í ICOM verður þú þátttakandi í hinum alþjóðlega safnaheimi og hluti af virku tengslaneti 40.000 safna og safnmanna frá 141 landi. Hvort sem að það sé í gegnum einstaklings, nema eða stofnanaaðild veitir aðild aðgang að alþjóðadeildum og vettvangi fyrir skoðanaskipti, vísindalegt samstarf og umræðu um framtíð safna. Hægt er að fræðast um ICOM á alþjóðlegri heimasíðu félagsins.

Ávinningur:

 • ICOM ráðstefnur og afsláttur af öðrum ráðstefnum sem haldnar eru í samstarfi við ICOM.
 • Faglegar útgáfur og önnur sérfræðigögn.
 • Jafningjafræðsla, sí- og endurmenntun  á vegum ICOM.
 • Aðildarkort (sem veitir afslátt og aðgang að söfnum á heimsvísu).

Inntökuskilyrði:

 • Faglegir núverandi starfsmenn safna og þeir sem eru komnir á eftirlaun.
 • Sérfræðingar á sviði safnastarfs.
 • Þeir sem fást við kaup og sölu á menningarverðmætum í hagnaðarskyni, þar með talin listaverk, náttúru- og vísindasýni geta ekki gerst aðilar að ICOM.
 • Nemar sem eru skráðir í nám á sviði safna.
 • Stofnanir geta sótt um aðild ef þær uppfylla siðareglur ICOM.

 

Til að sækja um aðild þarf að:

 1. Fylla út rafræna umsókn um aðild.
 2. Stjórn Íslandsdeildar fjallar um umsóknina. Samþykktar umsóknir fara áfram til höfuðstöðvanna í París.
 3. Umsækjandi greiðir félagsgjöld og fær í kjölfarið félagskort sem veitir m.a. aðgang að söfnum um allan heim og ráðstefnum á vegum félagsins, rétt til að sækja um styrki á vegum félagsins auk fréttabréfs ICOM.
 4. Íslandsdeild sendir aðildarkort með ICOM númeri um leið og þau berast.
 5. Greiðsluseðill vegna félagsgjalda er sendur til umsækjenda. Þegar félagsgjöld hafa verið greidd er límmiði með staðfestingu fyrir greiðslu á árinu sendur umsækjanda.
 6. Félagsaðild gildir í eitt ár og er miðað við almanaksár.

Umsóknarferli:

 1. Rafræn umsókn birtist í gagnagrunni ICOM sem kallast IRIS.
 2. Stjórn Íslandsdeildar fjallar um umsóknina og sendir samþykkta umsókn áfram til höfuðstöðvanna í París.
 3. Umsækjandi fær greiðsluseðil í heimabanka, greiðir félagsgjöld og fær í kjölfarið félagskort og límmiða með ártali sem veitir m.a. aðgang að söfnum um allan heim og ráðstefnum á vegum félagsins, rétt til að sækja um styrki á vegum félagsins auk fréttabréfs ICOM.
 4. Félagsaðild gildir í eitt ár og er miðað við almanaksár.
 5. Límmiðar með uppfærðu ártali eru sendir út ár hvert eftir að greiðsla félagsgjalda hefur borist Íslandsdeild ICOM.