Að gerast félagi

Aðild að ICOM

Með því að gerast félagi í ICOM verður þú þátttakandi í hinum alþjóðlega safnaheimi og hluti af virku tengslaneti 30.000 safna og safnmanna sem býður upp á skoðanaskipti, vísindalegt samstarf og umræðu um framtíð safna. Hægt er að fræðast um ICOM á alþjóðlegri heimasíðu félagsins

Faglegir starfsmenn safna, söfn og aðrar stofnanir og einstaklingar sem telja má að séu samfélagi safna til framdráttar geta sótt um aðild. Þeir sem fást við kaup og sölu á menningarverðmætum í hagnaðarskyni, þar með talin listaverk, náttúru- og vísindasýni geta ekki gerst aðilar að ICOM. Þeir sem uppfylla skilyrði fyrir félagsaðild og vilja gerast félagar þurfa að fylla út umsóknareyðublað og samþykkja að fylgja siðareglum ICOM. Sótt er um aðild til landsdeildar sem fjallar um umsóknina og sendir hana áfram til aðalskrifstofu ICOM í París.

Til að sækja um aðild þarf að:

 1. Fylla út rafræna umsókn um aðild hér.
  1. Sótt er um annað hvort fyrir fyrir einstaklinga eða stofnanir: Einstaklingar velja ‘Individual’. Ef sótt er um aðild fyrir hönd stofnunar er valið ‘Institutional’.
  2. Veljið landsdeild – ‘Iceland’ og ýtið á ‘next’.
  3. Fyllið út viðeigandi reiti umsóknar.
  4.  Athugið að við ‘Member category‘ skal velja ‘Regular’ fyrir almenna aðild, nemar velja ‘Student’ og eftirlaunaþegar ‘Retired’.
  5. Hakið við þá alþjóðdeild sem sótt er um (e. ‘International Committee’).
  6. Einnig má velja þrjár aðrar deildir eftir áhugasviði.
  7. Að lokum þarf að haka við viðeigandi leyfi áður en umsóknin er send áfram.
  8. Ýtið á ‘Validate my membership application.
 2. Stjórn Íslandsdeildar fjallar um umsóknina. Samþykktar umsóknir fara áfram til höfuðstöðvanna í París.
 3. Umsækjandi greiðir félagsgjöld og fær í kjölfarið félagskort sem veitir m.a. aðgang að söfnum um allan heim og ráðstefnum á vegum félagsins, rétt til að sækja um styrki á vegum félagsins auk fréttabréfs ICOM.
 4. Íslandsdeild sendir aðildarkort með ICOM númeri um leið og þau berast.
 5. Greiðsluseðill vegna félagsgjalda er sendur til umsækjenda. Þegar félagsgjöld hafa verið greidd er límmiði með staðfestingu fyrir greiðslu á árinu sendur umsækjanda.
 6. Félagsaðild gildir í eitt ár og er miðað við almanaksár.

 

Einnig má fylla út umsókn um félagsaðild sem sótt er á heimasíðu ICOM.

 1. Sendið umsókn til stjórnar Íslandsdeildar ICOM á netfang icom@icom.is
 2. Stjórn Íslandsdeildar fjallar um umsóknina og sendir umsóknir sem eru samþykktar áfram til höfuðstöðvanna í París og sendir greiðsluseðil vegna félagsgjalda til umsækjenda.
 3. Umsækjandi greiðir félagsgjöld og fær í kjölfarið félagskort sem veitir m.a. aðgang að söfnum um allan heim og ráðstefnum á vegum félagsins, rétt til að sækja um styrki á vegum félagsins auk fréttabréfs ICOM.
 4. Félagsaðild gildir í eitt ár og er miðað við almanaksár. Þegar félagsaðild hefur verið staðfest með félagskorti og ICOM númeri er hægt að sækja um að gerast aðili að alþjóðadeild innan ICOM. Alþjóðadeildirnar eru 31 talsins.
  Sjá yfirlit á heimasíðu ICOM
 5. Sótt er um aðild að alþjóðadeild á heimasíðum deildanna þegar félagsmaður er kominn með aðildarnúmer